Íslenski boltinn

Tölfræðin sem öskrar mikilvægi Ólafs Inga fyrir Fylki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Vísir/Rósa
Fylkismenn unnu flottan 3-1 sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í gær og eru þar með komnir þremur stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Það hefur mikið breyst á hjá Árbæingum á rúmum mánuði en flestir eru á því að það sé einum leikmanni að þakka.

Endurkoma Ólafs Inga Skúlasonar í appelsínugult hefur verið ein af flottari sögum Pepsi-deildarinnar í sumar.

Sunnudagurinn 22. júlí var ekki góður dagur fyrir Árbæinga því þá fóru þeir norður til Akureyrar og töpuðu 5-1 á móti heimamönnum.

Þetta var fimmti tapleikur Fylkis í röð og annar leikurinn í röð þar sem Árbæjarliðið fékk á sig fimm mörk.

Þetta var líka síðasti leikur liðsins áður en Ólafur Ingi Skúlason mætti inn á miðju liðsins. Eftir að íslenski landsliðsmaðurinn kom inn og þétti miðjuna hefur gengi liðsins gerbreyst.

Síðan þá hefur Fylkisliðið aðeins fengið á sig fjögur mörk í fimm leikjum og náð í átta stig eða þremur fleiri stig en KA-liðið sem vann þá þarna 5-1 fyrir 37 sögum síðan.

Liðið fékk á sig fimm mörk í síðasta leiknum fyrir komu Ólafs Inga en hefur enn ekki fengið á sig fimm mörk eftir fimm leiki hjá Ólafi Inga.

Hér fyrir neðan má sjá þessar öskrandi tölfræði svart á hvítu. Síðustu fimm leikirnir án Ólafs bornir saman við fyrstu fimm leikina með hann.



Síðustu fimm leikirnir hjá Fylki fyrir komu Ólafs Inga Skúlasonar

0 sigrar - 0 jafntefli - 0 stig

-11 í markatölu (6-17)

17 mörk á sig

0 leikir haldið hreinu

26,5 mínútur á milli marka fenginna á sig

Ellefta sæti yfir flest stig í umferðum 9 til 13

6. Víkingur 9 stig (-3)

7. FH 6 stig (-1)

8. Grindavík 6 stig (-1)

9. ÍBV 5 stig (+1)

10. Fjölnir 4 stig (-3)

11. Fylkir 0 stig (-11)

12. Keflavík 0 stig (-12)

---



Fyrstu fimm leikirnir hjá Fylki með Ólaf Inga Skúlason

2 sigrar - 2 jafntefli - 8 stig

+1 í markatölu (5-4)

4 mörk á sig

2 leikir haldið hreinu

112,5 mínútur á milli marka fenginna á sig

Sjöunda sæti yfir flest stig í umferðum 14 til 18

6. FH 8 stig (+1)

7. Fylkir 8 stig (+1)

8. KA 5 stig (+1)

9. Grindavík 4 stig (-7)

10. Fjölnir 3 stig (-3)

11. Víkingur 2 stig (-6)

12. Keflavík 1 stig (-8)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×