Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Varnarleikur Vals var slakur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Varnarleikur Vals hefur verið betri
Varnarleikur Vals hefur verið betri S2 Sport
Leikur Vals og Fjölnis í Pepsi deild karla á laugardagskvöldið varð óvænt markaveisla. Varnarleikur beggja liða var ekki góður að mati sérfræðinga Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport.

Fjölnir er í harðri fallbaráttu á meðan Valur er í bestu stöðunni í toppbaráttunni og geta farið langt með að verja Íslandsmeistaratitil sinn annað kvöld. Það var hins vegar ekki að sjá í fyrri hálfleik í leiknum á Origo vellinum.

Indriði Sigurðsson fór yfir tvö atvik í fyrri hálfleiknum þar sem varnarleikur Vals var ekki í lagi og Fjölnir hefði hæglega getað komist yfir í leiknum, það vantaði bara að klára færin.

Greininguna má sjá í klippunni með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×