Íslenski boltinn

Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Stjörnunnar fer fram á laugardagskvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/KSÍ

Úrslitaleikur Mjólkurbikar karla í fótbolta verður spilaður á nýjum tíma í ár eða að kvöldi laugardagsins 15.september næstkomandi.

Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að leiknum hafi verið seinkað.

Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Stjörnunnar í Mjólkurbikarkeppni karla hefur verið færður frá klukkan 17.00 til 19.15 að ósk félaganna tveggja sem leika til úrslita.

Leikurinn fer því fram laugardagskvöldið 15.september klukkan 19:15. Liðin eru bæði í toppbaráttu í Pepsideildinni og er von á spennandi leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.