Lífið

Justin Timberlake gefur út sína fyrstu bók

Bergþór Másson skrifar
Justin Timberlake, söngari, leikari og nú rithöfundur.
Justin Timberlake, söngari, leikari og nú rithöfundur. Vísir/Getty
37 ára poppstjarnan og Íslandsvinurinn Justin Timberlake tilkynnti á föstudaginn að hann hefur skrifað sína fyrstu bók. Hún mun koma út þann 30. október og ber heitið „Hindsight & All the Things I Can't See in Front of Me.“

Bókin mun innihalda bæði ljósmyndir og sögur úr ævi Timberlake, bæði frá barnæsku og fullorðnisárum.

Samkvæmt fréttatilkynningu mun bókin segja frá „sögum, hugleiðingum og athugunum hans á lífi sínu með það að sjónarmiði að gefa lesendum skýrari sýn yfir það hvað veitir honum innblástur og hvað felst í að framleiða jafn stórtæka tónleika og hann er vanur að gera.“

Bókin mun meðal annars fjalla um daga hans í strákabandinu NSYNC, leiklistarferilinn og sögur á bakvið vinsælustu lögin hans.

Einnig munu lesendur fá innsýn í persónulegt líf Timberlake, þar sem hann segir sögur af eiginkonu sinni, Jessicu Biel, og þriggja ára syni þeirra, Silas, í bókinni.

Hér að neðan má sjá Instagram færslu Timberlake þar sem hann tilkynnir bókina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×