Lífið

Stórkostleg saga frá því þegar Seth Rogen kynnti Tom Cruise fyrir klámi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rogen pissaði í flösku í innkeyrslu Tom Cruise.
Rogen pissaði í flösku í innkeyrslu Tom Cruise.
Leikarinn skemmtilegi Seth Rogen var í skemmtilegu viðtali hjá nafna sínum Seth Myers á dögunum. Þar kom hann meðal annars inn á skemmtilega sögu um samskipti sín við stórleikarann Tom Cruise.

Rogen vill meina að hann hefði kynnt Cruise fyrir klámi á internetinu.

„Hann vissi ekki að internetklám væri til á þessum tíma. Þetta var á þeim tíma þegar allir héldu að Cruise væri geðveikur. Hann var að stökkva upp á sófa í sjónvarpi og algjörlega í fimmta gír að vera Tom Cruise,“ segir Rogen í upphafi sögunnar.

„Þarna vildi hann hitta nokkra grínista til að fá ráð frá þeim hvernig best væri að haga sér opinberlega svo að fólk myndi ekki halda að hann væri eitthvað klikkaður. Hann hringdi í Judd [Apatow, leikstjóra] og við vorum að gera kvikmyndina Knocked Up á þessum tíma, fyrir rúmlega tíu árum. Judd bað mig um að koma með sér og hitta Tom Cruise og ég var heldur betur til í það.“

Rogen segist hafa verið í spreng þegar hann keyrði upp að húsi Cruise fyrir fyrsta fund.

„Ég vildi ekki að það fyrsta sem ég myndi segja við Cruise væri að ég væri alveg að pissa á mig og þyrfti að komast strax á klósettið. Svo við stoppuðum örlítið neðar í innkeyrslunni og ég pissaði í Snapple flösku í innkeyrslu Tom Cruise. En á fundinum sagði ég Tom Cruise að klám á internetinu væri eitthvað sem væri til. Ég man ekki alveg hvernig þetta kom upp,“ segir Rogen og bætir við að líklega hafi þetta komið fram þegar hann sagði sögu af vini sínum sem hafði verið að skoða klám á netinu.

„Þá heyrist allt í einu í Tom Cruise: Bíddu hvað meinar þú? Og ég trúði honum alveg hundrað prósent að hann vissi í raun ekki hvað ég var að tala um. Það er í raun alveg ótrúlegt því að það fyrsta sem ég komst að varðandi internetið var að þar væri klám.“

Hér að neðan má heyra þessa skemmtilegu sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×