Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram að fjalla um staðgöngumæðrun, en ísraelskt fyrirtæki ætlar að bjóða Íslendingum þjónustuna frá og með haustinu. Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum en lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar.

Í fréttatímanum fáum við líka að sjá magnaðar myndir af grindhvölum í Kolgrafafirði en vaðan kom aftur í fjörðinn í morgun eftir að hafa verið rekin burt í gærkvöldi. Við segjum ykkur einnig frá því að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé félagsins um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur flugfélaginu í eigið fé.

Við verðum við lokun Ölfursárbrúar á Selfossi en áhyggjur eru af því að lokunin valdi bæjarbúum vandræðum. Við heyrum í bændum sem ætla að selja hey til Noregs en um hundrað þúsund rúllur eru seldar nú þegar. Þá förum upp í Esju og skoðum stórgrýti sem er þar til vandræða.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×