Lífið

Eitt mesta klúður sem sést hefur í spurningaþætti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosaleg mistök.
Rosaleg mistök.
Evan Kaufman tók þátt í spurningaþætti ABC The $100,000 Pyramid á dögunum og hefur frammistaða hans vakið verðskuldaða athygli, þar sem Kaufman virðist hafa verið töluvert utan við sig.

Leikurinn gengur út á það að þú átt að fá aðilann á móti þér til að giska á rétt orð. Í þessu tilfelli eftirnafn. Leikarinn Tim Meadows sat á móti Kaufman og til að tryggja sér 50 þúsund dollara varð Meadows að giska á eftirnafnið Obama.

Kaufman má ekki segja orðið en til að mynda mætti hann segja Barack og þá myndi Meadows líklega segja orðið Obama.

Evan Kaufman tók aftur á móti upp á því að segja Bin Laden og eftir það mátti heyra saumnál detta í salnum. Twitter-notandinn @bobby dreifir klippu á Twitter þar sem má sjá þessi ótrúlega óheppilegu mistök.

Hann ruglar saman Osama Bin Laden og Barack Obama.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×