Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Rætt verður við Ástu Margréti Sigurðardóttur á Dalsmynni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um hrun brúarinnar á Ítalíu, 39 hafa fundist látnir í rústum brúarinnar og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í héraðinu. Við skoðum ástand brúa hér á landi en enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi.

Við fjöllum einnig um stöðuna á Wow Air en Skúli Mogensen er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities.

Við ræðum einnig við ábúendur á bænum Reykjaflöt í Hrunamannahreppi, en þeim var mjög brugðið í gærkvöldi þegar eldur blossaði upp í pökkunarstöð við gróðurhús á bænum. Og við hittum hressa maraþonhlaupara sem eru að undirbúa sig fyrir hlaupið á laugardaginn og tónlistarmenn sem troða upp á bæjarhátíðinni í Vogum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30 í opinni dagskrá og samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×