Íslenski boltinn

Alexander slæmur vegna höfuðhöggs og spilar ekki gegn sínum gömlu félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander Helgi Sigurðarson, miðjumaður Breiðabliks, mun ekki vera í leikmannahóp liðsins er liðið mætir Víkingum úr Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Alexander var á láni hjá Ólafsvík fyrri hluta tímabils en var kallaður til baka í sumarglugganum til þess að hjálpa Blikum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar og í Mjólkurbikarnum.

Alexander var ekki með gegn Víkingi á mánudagskvöldið og mun hann ekki spila á morgun því hann fékk höfuðhögg á æfingu.

„Ég fékk höfuðhögg á æfingu og hef verið með hausverk síðan. Því get ég ekki tekið þátt í leiknum á morgun,” sagði Alexander í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Maður þarf að vera varkár með þetta. Það er skemmtilegur leikur framundan og erfiður en við ætlum að gera allt til að komast í úrslitaleikinn.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×