Viðskipti innlent

Sigla beint til Póllands og Litháens með makríl

Atli Ísleifsson skrifar
Sigla á fjórar ferðir til Gdynia og Klaipeda með makríl.
Sigla á fjórar ferðir til Gdynia og Klaipeda með makríl. Mynd/eimskip
Eimskip mun hefja siglingar beint til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, en siglingarnar verða tímabundnar og standa yfir á meðan makrílvertíðin stendur yfir.

Í tilkynningu frá Eimskip segir að sigla eigi fjórar ferðir til Gdynia og Klaipeda með makríl.

„Umsvif Íslendinga í Eystrasaltslöndunum og Póllandi hafa aukist undanfarin ár. Fyrirtæki og einstaklingar hafa aukið inn- og útflutning til og frá Eystrasaltslöndum, m.a. hefur uppsjávarfiskur verið fluttur til Póllands og Litháen.

Nú sjá innflytjendur aukin tækifæri á hagstæðum viðskiptum í þessum löndum. Helstu vöruflokkar sem Íslendingar hafa sýnt áhuga eru bygginga- og matvara,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×