Lífið

Tilfinningaþrungin ræða Swift: Eitt ár liðið frá því hún vann kynferðisbrotamálið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Taylor Swift hélt magnaða ræðu í Tampa í gær.
Taylor Swift hélt magnaða ræðu í Tampa í gær.
Söngkonan Taylor Swift hélt tilfinningaþrungna ræðu á tónleikum sínum í Tampa í Flórídafylki í gærkvöldi en þá var akkúrat ár liðið frá því hún vann mál sitt gegn fyrrverandi útvarpsmanni sem hún sakaði um að hafa káfað á berum rassi sínum í myndatöku.

Hún hlaut einn Bandaríkjadal í skaðabætur, eins og krafist var. Atvikið átti sér stað í myndatöku árið 2013 en maðurinn heitir David Mueller.

„Fyrir einu ári var ég ekki að koma fram á leikvangi í Tampa. Ég var í réttarsal í Denver og var tilefnið kynferðislegt ofbeldi sem ég varð fyrir. Þetta er dagurinn þar sem kviðdómurinn dæmdi mér í hag og tók þá ákvörðun að trúa mér,“ sagði Swift í upphafi ræðunnar.

„Ég hugsa oft um alla þá einstaklinga sem enginn trúði eða til þeirra sem voru of skelkaðir til að stíga fram af ótta við að enginn myndi trúa þeim. Mér þykir ofboðslega leiðinlegt að hugsa til þess að það er fólk þarna úti sem enginn trúði og við eigum langt í land í þessum málum.“

Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum í gær og þar fyrir neðan má sjá myndir af aðdáendum Swift sem mynduðu sem með einn dollara og deildu í tilefni dagsins í gær.

.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×