Íslenski boltinn

Máni telur að úrslitin ráðist í vítaspyrnukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna, telur að bikarúrslitaleikur Stjörnunnar og Breiðabliks fari alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar munu úrslitin ráðast.

LIðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld og segir Máni að þarna muni mætast stálin stinn enda hart tekist á þegar þessi lið mætast.

„Ég býst við því að þetta verði hörkuleikur. Það verður vel tekist á, enda mikið undir. Það er heilt tímabil undir hjá Stjörnunni en Breiðablik getur klárað Íslandsmótið,” sagði Máni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Allir leikir hjá þessum liðum eru alvöru leikir að undanskildum fyrsta leik liðanna á þessu Íslandsmóti. Ég ætla að vona að þetta verði hörkuleikur.”

Blikarnir eru á toppi Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan hefur átt í vandræðum í deildinni. Máni hrósar Þorsteini Halldórssyni, Steina, þjálfara Blika.

„Það er hætta á því að það verði ekki mikið skorað í þessum leik. Annað hvort verða skoruð fimm, sex mörk eða ekkert. Blikarnir fá ekki mikið á sig af mörkum.”

„Steini getur búið til vörn úr öllu og hann er ótrúlega duglegur að búa til færa varnarmenn. Ég held að Blikarnir fái að meðaltali á sig 0,8 mörk síðan Steini tók við.”

„Stjörnuliðið er með frábært sóknarlið og miðjan hefur aðeins veikst hjá Breiðablik. Leikmenn fóru út í skóla og þetta gæti ráðist á því hvert fyrsta markið fer,” en hvernig spáir hann leiknum?

„Mín tilfinning er að þetta fari í vítakeppni. Ég legg til að fólk klæði sig mjög vel og að þjálfarrnir æfi vítaspyrnur,” sagði Máni hress að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×