Íslenski boltinn

Tapaði með þeim í bikaúrslitaleiknum í fyrra en getur unnið þær í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir. Fréttablaðið/Ernir

Gamall liðsfélagi Stjörnukvenna gæti reynst þeim erfið viðureignar á Laugardalsvellinum í kvöld.

Stjarnan og Breiðablik mætast í kvöld í úrslitaleik Mjólkursbikars kvenna í fótbolta en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stærsti hluti Stjörnuliðsins í dag þurfti að sætta sig við tap í framlengingu á móti ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra.

Einn leikmaður silfurliðs Stjörnunnar frá því í fyrra er aftur á móti andstæðingur Garðabæjarliðsins í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld.

Agla María Albertsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna í bikarúrslitaleiknum í fyrra og jafnaði þá metin í 1-1. ÍBV vann á endanum 3-2 í framlengingu.

Agla María skipti yfir í Breiðablik í vetur og hefur átt mjög gott tímabil með Kópavogsliðinu.

Agla María átti meðal annars þátt í þrjú af sex mörkum Breiðabliks í 6-2 sigri (1 mark og 2 stoðsendingar) á Stjörnunni í leik liðanna í maí og fiskaði aukaspyrnuna sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið úr í seinni leik liðanna í júlí.

Agla María Albertsdóttir hefur alls komið að 13 mörkum Blika í Pepsi-deild kvenna í sumar, skorað 6 mörk sjálf og gefið 7 stoðsendingar að auki. Fimm af stoðsendingum hennar hafa komið í síðustu tveimur leikjum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.