Enski boltinn

„Mourinho er ánægður með hópinn og framlagið á undirbúningstímabilinu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Herrera og Mourinho á góðri stundu.
Herrera og Mourinho á góðri stundu. vísir/getty
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, segir að Jose Mourinho sé ánægður með hóp United og hafi hrósað leikmönnum fyrir góða takta á undirbúningstímabilinu.

Mourinho hefur komið í hvert viðtalið á fætur öðru undanfarna daga og vikur og lýst yfir ósætti sínu að leikmannahópurinn hafi ekki verið styrktur meira. Herrera hefur ekki tekið eftir því.

„Ég get bara talað um hvernig mér líður í búningsherberginu. Stjórinn er bjartsýnn og ánægður með hópinn sem hann er með,” sagði Herrera þvert á allar fyrirsagnir vikunnar.

„Hann er ánægður með okkur því við erum búnir að sýna frábæra vinnusemi á þessu undirbúningstímabili. Það er allt sem ég hef að segja.”

United vann góðan sigur á Real Madrid í nótt þar sem Herrera skoraði sigurmarkið en þetta var fyrsti sigur United í venjulegum leiktíma á ICC-mótinu.

„Við vorum í öðru sæti á síðasta tímabili. Við fengum það mörg stig að á venjulegu ári hefðum við við verið að berjast um titilinn.”

„Mér finnst við vera með góða leikmenn og við getum barist um titilinn en ef stjórinn vill styrkja hópinn þá er það eitthvað sem er á milli hans og félagsins,” sagði Herrera að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×