Íslenski boltinn

HK heldur toppsætinu eftir sigur á Selfossi

Einar Sigurvinsson skrifar
Ásgeir Marteinsson skoraði bæði mörk HK í dag.
Ásgeir Marteinsson skoraði bæði mörk HK í dag. mynd/heimasíða hk
Efstu fjögur lið Inkasso-deildarinnar unnu öll sína leiki þegar 14. umferð deildarinnar lauk í dag.

HK vann 2-1 sigur á Selfossi, en þetta var fyrstu leikur Selfyssinga undir stjórn Dean Martin.

Ásgeir Marteinsson skoraði bæði mörk HK en Hrvoje Tokic skoraði mark Selfyssinga.

Þróttarar eru farnir að finna taktinn eftir brösótt gengi í deildinni en liðið vann öruggan 6-1 sigur á ÍR. Í síðustu fjórum leikjum hefur Þróttur skorað 15 mörk, unnið þrjá og gert eitt jafntefli.

Emil Atlason og Aron Þórður Albertsson skoruðu tvö mörk fyrir Þrótt og þeir Viktor Jónsson og Daði Bergsson skoruðu eitt. Jón Gísli Ström jafnaði leikinn í 1-1 á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Víkingur Ólafsvík var ekki í vandræðum með Magna og vann 4-1 sigur. Fyrir Ólafsvíkinga skoraði Gonzalo Zamorano Leon skoraði tvö mörk og þeir Ástbjörn Þórðarson og Kwame Quee sitt markið hvor. Pétur Heiðar Kristjánsson náði að klóra í bakkann fyrir Magna undir lok leiksins.

Baráttan um sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári er því gríðarlega hörð. HK er í toppsæti deildarinnar með 32 stig, ÍA og Víkingur Ólafsvík eru í 2. og 3. sæti með 30 stig og rétt á eftir þeim kemur Þór með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×