Enski boltinn

Aguero afgreiddi Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero fagnar fyrra marki sínu í dag.
Aguero fagnar fyrra marki sínu í dag. vísir/getty
Manchester City vann 2-0 sigur á Chelsea í Samfélagsskildinum sem fór fram á Wembley í dag. Sergio Aguero skoraði bæði mörkin.

Það voru ekki liðnar nema þrettán mínínútur er fyrsta markið kom. Aguero fékk þá nægan tíma rétt við vítateig Chelsea eftir sendingu Phil Foden og lagði boltann laglega í hornið.

Þetta mark var það 200. hjá Aguero í öllum keppnum fyrir City. Hann er fyrsti maður City sem kemst í 200 marka klúbbinn. Ótrúlegur Argentínumaðurinn.

City var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en sprækasti maður Chelsea var hinn sautján ára gamli Callum-Hudson Odoi. Hann spilaði á vinstri vængnum og átti nokkra góða spretti.

Staðan 1-0 fyrir City í nokkuð tíðindalitlum fyrri hálfleik þar sem ekki var mikill hraði. Mikill hiti var í London og var tekið vatnspása í bæði fyrri og síðari hálfleik.

Í síðari hálfleik hafði City enn meiri tök á leiknum og skapaði sér mun fleiri færi en bikarmeistararnir. Annað markið kom svo á 58. mínútu er Aguero slapp einn gegn Willy Caballero eftir sendingu Bernardo Silva.

Það þurfti ekki að spurja sig tvisvar hvernig það endaði og City komið í 2-0. Aguero fékk tækifæri til þess að fullkomna síðar í leiknum en þá sá landi hans við. Lokatölur 2-0 sigur Chelsea.

Úrvalsdeildin fer svo af stað í vikunni en fyrsti leikur Chelsea er gegn Huddersfield á útivelli á meðan City heimsækir Arsenal á Emirates.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×