Sport

Anton Sveinn ekki í úrslit þrátt fyrir nýtt Íslandsmet

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anton Sveinn Mckee.
Anton Sveinn Mckee. vísir/anton
Anton Sveinn Mckee komst ekki í úrslit í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Glasgow um helgina.

Anton synti á 1:00,45 í undanúrslitunum og bætti þar með eigið Íslandsmet (1:00,53) en það skilaði honum aðeins í 13.sæti sem þýðir að hann mun ekki keppa í úrslitum sem verða á morgun.

Þrír sundmenn keppa fyrir Íslands hönd á mótinu en auk Antons eru þau Predrag Milos úr SH og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem æfir í Svíþjóð, á EM í Glasgow.

Eygló hefur leik á morgun þegar hún keppir í 50 metra baksundi en hún keppir svo í 100 metra baksundi á mánudag. Milos keppir á miðvikudaginn þar sem hann tekur þátt í 50 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×