Enski boltinn

United hafði aldrei áhuga á Mina sem er á leið til Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mina í leik með Barca á síðustu leiktíð. Hann virðist vera að yfirgefa félagið fyrir enska boltann.
Mina í leik með Barca á síðustu leiktíð. Hann virðist vera að yfirgefa félagið fyrir enska boltann. vísir/getty
Yerri Mina, varnarmaður Barcelona, er á leið til Everton ef marka má heimildir enskra mðla sem greindu frá þessu í gærkvöldi.

Mina hefur lengi vel verið orðaður við Everton í sumar og var greint frá því að Lucas Digne, bakvörðurinn sem gekk í raðir Everton frá Barcelona, hafi sagt Mina að koma með sér í Bítlaborgina.

Í síðustu viku var svo Mina nokkuð óvænt orðaður við Man. United. Það virðist hafa verið algjört bull og segja nú enskir miðlar að United hafi aldrei haft áhuga á að klófesta kappann.

Mina er við það að skrifa undir fimm ára samning við Everton en hann er sagður hafa hafnað Nice í Frakklandi. Hann vill frekar spila í ensku úrvalsdeildinni.

Mina var öflugur í liði Kólumbíu á HM í sumar. Kólumbía datt einmitt út fyrir Englandi í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum en Mina jafnaði metin með skalla í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×