Enski boltinn

United í viðræðum við Bayern um kaup á Boateng

Anton Ingi Leifsson skrifar
Boatengt á förum?
Boatengt á förum? vísir/getty
Manchester United hefur sett sig í samband við Bayern Munchen og rætt við þá um möguleg kaup á miðverðinum Jerome Boateng.

Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunar í Þýskalandi en talið er að Bayern vilji um 45 milljónir punda fyrir miðvörðinn.

Boatengt spilaði síðari hálfleikinn er Bayern og Man. Utd mættust í æfingarleik í Þýskalandi í gær en Bayern vann 1-0 með marki Javi Martinez.

Boateng, sem hefur einnig spilað með grönnum United í City (tímabilið 2010/2011) er sagður vera áhugasamur um að komast burt frá Bayern.

Í síðasta mánuði var hann orðaður við PSG og stjórnarformaður Bayern Karl-Heinz Rummenigge sagði að viðræður væru í gangi. Það gekk ekki eftir.

United vilja ólmir fá sér nýjan miðvörð. Harry Maguire hefur verið nefnur til sögunnar en einnig miðvörður Tottenham, Toby Alderwerield.

Félagsskiptaglugginn lokar á fimmtudagskvöldið en hann lokar fyrr í ár en venjulega. United mætir Leicester á laugardaginn í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×