Enski boltinn

Endurkomusigur í fyrsta leik hjá Birki og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
El Mohamady vildi ekki fagna markinu gegn sínum gömlu félögum.
El Mohamady vildi ekki fagna markinu gegn sínum gömlu félögum. vísir/getty
Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa byrja tímabilið í ensku B-deildinni af krafti en þeir unnu Hull í fyrsta leik tímabilsins, 3-1.

Hull byrjaði betur og komst yfir eftir einungis sjö mínútna leik en sjö mínútum síðar jafnaði Villa með marki Tommy Elphick með skalla eftir hornspyrnu.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 70. mínútu er Ahmed El Mohamady kom Villa í 2-1. Slakt útspark David Marshall fór beint á El Mohamay sem þrumaði boltanum í netið. Hann var að skora gegn sínum gömlu félögum.

Bakverðir Villa voru ekki hættir því annar bakvörður liðsins, Allan Hutton, gerði þriðja og síðasta mark Villa í leiknum er hann lagði boltann í netið eftir góðan sprett.

Birkir Bjarnason spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir Villa en hann nældi sér í gult spjald á þeim tíma. Góð byrjun Villa sem fór alla leið í umspilið á síðustu leiktíð um sæti í úrvalsdeildinni en tapaði þar gegn Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×