Innlent

Selja þrjátíu þúsund rúllur af heyi til Noregs

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjöldi íslenskra bænda hefur sýnt því áhuga að selja hey til starfsbræðra sinna í Noregi.
Fjöldi íslenskra bænda hefur sýnt því áhuga að selja hey til starfsbræðra sinna í Noregi. Fréttablaðið/Stefán
Íslenskir bændur hafa samið um að útvega um 30 þúsund rúllur af heyi til Noregs vegna þrálátra þurrka sem hafa gert þarlendum bændum lífið leitt í sumar. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vinnur að því að taka saman lista sem eru tilbúnir að selja hey til Noregs.

Þurrkarnir í Noregi hafa leitt til skorts á heyi og uppskerubrests. Af þeim sökum hafa norskir bændur horft til Íslands um hey.

Í frétt á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) kemur fram að samið hafi verið um að aðilar innalands útvegi kaupfélaginu Agri, mjólkurframleiðandanum Tine og sláturhúsinu Nortura 30 þúsund rúllur af heyi.

Á síðustu vikum hafi starfsmenn RML tekið niður nöfn þeirra einstaklinga sem hafa hey til sölu, vilja flytja hey eða á einhvern hátt geta haft aðkomu að sölu á heyi til Noregs.

Heilbrigðisvottorð frá Matvælastofnun þarf til að flytja út hey til Noregs. Stofnunin hefur veitt íslenskum bændum leiðbeiningar um hvaða reglur gilda um útflutninginn.


Tengdar fréttir

Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað

Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun.

Heimilt að flytja út hey til Noregs

Norska dýraheilbrigðisstofnunin hefur gefið það út að innflutningur á heyi frá Íslandi teljist öruggur komi heyið frá svæðum þar sem riða og garnaveiki hafa ekki greinst á síðustu tíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×