Enski boltinn

Chelsea að losa sig við Bakayoko?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessi gæti verið á leið burt.
Þessi gæti verið á leið burt. vísir/getty
AC Milan er í viðræðum við Chelsea um að fá Tiemoue Bakayoko á láni frá AC Milan en Sky á Ítalíu greindi frá þessu í gærkvöldi.

Bakayoko gekk í raðir þeirra bláklæddu frá Mónakó fyrir 40 milljónir punda síðasta sumar og spilaði 25 leiki á sínu fyrsta tímabili á Englandi.

Hann þótti ekki spila nægilega vel og nú vill Mauricio Sarri lána hann burt en Milan er líklegur áfangastaður. Þeir fá svo forgangskauprétt á kappanum.

Bakayoko byrjaði þó í síðasta æfingarleik Chelsea áður en enska úrvalsdeildin hefst er liðið spilaði gegn Lyon á Stamford Bridge í gærkvöldi en margir lykilmenn voru geymdir á bekknum.

Breidd Chelsea er mikil á miðsvæðinu. Liðið keypti Jorginho í sumar en einnig eru þeir Cesc Fabregas og Ross Barkley líklegir til að byrja á miðjunni í fyrstu leikjunum ásamt Jorginho.

Fyrir utan þá þrjá eru þeir Danny Drinkwater og Ruben Loftus-Cheek en þeir báðir hafa einnig verið orðaður burt frá Brúnni. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist áður en glugginn lokar á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×