Enski boltinn

Kvennafótboltalið Liverpool með nýtt nafn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kvennalið Liverpool.
Kvennalið Liverpool. Mynd/Twitter/@LFCLadies
Breyttir tímar í kvennafótboltanum í Englandi kalla á ný nöfn. Ladies nafnið er á útleið hjá bestu kvennafótboltafélögum landsins.

Liverpool er nýjasta kvennafótboltaliðið í Englandi sem breytir um nafn fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool fylgir þar í fótspor félaga eins og Arsenal, Chelsea og West Ham United.

Að auki hefur Manchester United ákveðið að koma á fót kvennaliði hjá sér eftir áralanga afneitun en forráðamenn United létu loksins undan pressunni.

Liverpool Ladies heita það ekki lengur heldur bera nú nafnið Liverpool FC Women. Fullt nafn liðsns er Liverpool Football Club Women.  





„Við erum að fara inn í nýja tíma í kvennafótboltanum og þetta var hárréttur tími til að yfirfara alla hluti innan okkar liðs,“ sagði knattspyrnustjórinn Neil Redfearn. Hann er nýr eins og nafnið.

Liverpool vann enska meistaratitilinn árin 2013 og 2014 en íslenska knattspyrnukonan Katrín Ómarsdóttir var með Liverpool í báðum titlunum.

Hér fyrir neðan má sjá kynningu á Liverpool-liðinu fyrir komandi tímabil en líkt og hjá karlaliðinu þá eru fullt af nýjum leikmönnum hjá liðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×