Enski boltinn

Puel viss um að Maguire verði áfram hjá Leicester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir saman á síðustu leiktíð.
Félagarnir saman á síðustu leiktíð. vísir/getty
Claude Puel, stjóri Leicester, hefur sagt að hann er viss um að Harry Maguire verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Manchester United er sagt áhugasamt um Maguire sem spilaði afar vel með enska landsliðinu á HM í sumar þar sem þeir fóru alla leið í undanúrslit.

United er tilbúið að borga 65 milljónir punda fyrir varnarmanninn en Puel er viss um að hann verði áfram hjá þeim bláklæddu.

„Ég er viss um að Harry verði hér á næsta tímabili. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur,” sagði Puel í samtali við Sky Sports.

„Ég var ekki hissa á frammistöðu hans á HM. Við sáum hvernig hann óx þegar leið á tímabilið. Hann er frábær leikmaður og hefur spilað vel.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×