Enski boltinn

Barcelona vill Mignolet

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Mignolet á leið af bekknum á Anfield á bekkinn hjá Barcelona?
Er Mignolet á leið af bekknum á Anfield á bekkinn hjá Barcelona? vísir/getty
Barcelona hefur áhuga á að fá markvörðinn Simon Mignolet frá Liverpool en þetta hefur Sky Sports fréttastofan eftir sínum heimildum.

Tyrkneska félagið Besiktas setti sig í samband við Liverpool í síðustu viku og spurðist fyrir um markvörðinn en Tyrkirnir eiga enn eftir að bjóða í kappann.

Nú eru spænsku meistararnir komnir inn í myndina en þessi 30 ára gamli markvörður gekk í raðir Liverpool frá Sunderland árið 2013.

Eftir aragrúa af mistökum missti Mignolet sæti sitt á kostnað Loris Karius á síðustu leiktíð. Nú hefur liðið keypt Alisson frá Roma svo baráttan er hörð á Anfield.

Marc-Andre ter Stegen var aðalmarkvörður Barcelona á síðustu leiktíð en Jasper Cillessen, annar markvörður Börsunga, er sagður hafa áhuga á að yfirgefa félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×