Íslenski boltinn

Fanndís: Vorum betri en þýðir ekkert að væla

Þór Símon skrifar
Fanndís er hún gekk í raðir Vals.
Fanndís er hún gekk í raðir Vals. vísir/valur
„Þetta voru vonbrigði, ekki af því þetta er gamli heimavöllurinn, heldur því það er alltaf gaman að spila á Laugardalsvelli og við ætluðum okkur að fara á þennan bikarúrslitaleik.”



Þetta Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 tap liðsins gegn gömlu félögum hennar í Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu.


Aðspurð hvort að frammistaða Vals hefði ollið henni og liðsfélögum hennar vonbrigðum þá var hún alls ekki á þeirri skoðun.


„Ég er ekki sammála þér þar. Þær skora þetta mark snemma sem var klaufalegt hjá okkur en mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum og þær sköpuðu sér ekki mikið,“ sagði Fanndís.



Hún tók þó undir með undirrituðum að Valur hefði ekki náð sér á strik sóknarlega í leiknum.


„Ég get tekið undir með þér þar. Það vantaði kraft í okkur á síðasta þriðjungi. Vorum með yfirhöndina út á vellinum en við hefðum þurft að gera betur í sókninni,“ sagði Fanndís.



Hún segir að það þýði ekkert að dvelja á þessu en næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni í Pepsi deildinni næsta miðvikudag.

„Svona er fótboltinn. Það þýðir ekkert að væla. Bara að halda áfram. Það er bara næsti leikur og þá einbeitum við okkur að öðru það sem eftir er.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×