Innlent

Fundu týnda konu í Kverkfjöllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Konan fannst fljótlega og var hún heil á húfi. Hún hafði tafist á göngu sinni.
Konan fannst fljótlega og var hún heil á húfi. Hún hafði tafist á göngu sinni. Vísir/Vísir
Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk í kvöld tilkynningu um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni ætlaði hún sér að ganga að upptökum Jökulsár, við Dyngjujökul en skilaði sér ekki á tilsettum tíma.

Lögregluþjónar sem voru staðsettir á Dyngjusandi, við Öskju, fóru af stað áleiðis og sömuleiðis hálendisvakt í Drekagili við Öskju. Þá voru björgunarsveitir ræstar út frá Norðurlandi eystra og Austfjörðum.

Sömuleiðis var þyrla ræst út með fjallabjörgunarmenn, þar sem Kverkfjöll er erfið yfirferðar og getur verið erfitt að leita þar.

Konan fannst fljótlega og var hún heil á húfi. Hún hafði tafist á göngu sinni.

Lögreglan bendir öllum þeim sem vilja ganga einir í óbyggðum á Safetravel.is. Að láta vita um ferðir sínar fyrir fram, gefa upp komutíma og tilkynna sig að ferðum loknum.

„Þeim mun meiri upplýsingar, því betra. Þeim er tóku þátt í leitinni er þakkað kærlega,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×