Fótbolti

El Clasico í lok október og byrjun mars

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Börsungar hefja titilvörnina gegn Alaves
Börsungar hefja titilvörnina gegn Alaves vísir/getty
Spænska knattspyrnusambandið er búið að gefa út leikjaniðurröðun spænsku úrvalsdeildarinnar fyrir komandi leiktíð sem hefst 18.ágúst næstkomandi.

Tveggja leikja er alltaf beðið með sérstaklega mikilli eftirvæntingu; það eru viðureignir risanna Barcelona og Real Madrid.

Þau mætast á Nou Camp í Barcelona þann 28.október næstkomandi í 10.umferð.

Liðin leiða svo aftur saman hesta sína þann 3.mars í 26.umferð deildarinnar, þá á Santiago Bernabeu leikvangnum í Madrid.

Smelltu hér til að skoða leikjaniðurröðunina í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×