Enski boltinn

United spurðist fyrir um Maguire

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Maguire steig vel inn í sviðsljósið í Rússlandi
Harry Maguire steig vel inn í sviðsljósið í Rússlandi vísir/getty
Leicester hefur borist fyrirspurn frá Manchester United varðandi möguleg kaup á enska varnarmanninum Harry Maguire. SkySports staðfesti þetta í dag.

Maguire var einn besti leikmaður Englendinga á HM og var valinn bestur í liði Leicester á síðasta tímabili. Forráðamenn Leicester segjast staðfastir í því að Maguire sé ekki til sölu.

United er tilbúið til þess að borga 65 milljónir punda fyrir miðvörðinn.



Maguire er sjálfur sagður vilja fara til United, þrátt fyrir að forráðamenn Leicester vilji ekki selja hann.

Miðvörðurinn gekk til liðs við Leicester frá Hull síðasta sumar og kostaði þá 17 milljónir punda.


Tengdar fréttir

Puel segir ekki koma til greina að selja Maguire

Enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire er eftirsóttur en Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester, vill halda kappanum hjá félaginu og hefur sett risa verðmiða á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×