Lífið

Stærsti manngerði foss í heimi rennur fram af skýjakljúf í Kína

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Fossinn á fullu.
Fossinn á fullu. Vísir/Getty
Stærsti manngerði foss í heimi hefur vakið verðskuldaða athygli í borginni Guiyang í suðurhluta Kína.

Fossinn er 108 metra hár og er hluti af skýjakljúf sem nýlega var reistur í borginni. Hugmyndin kviknaði vegna þess að í sama héraði er að finna stærsta fossaklasa, eða fossaþyrpingu, í heimi.

Af augljósum ástæðum er ekki praktískt að láta svo mikið vatn flæða allan sólarhringinn, því verður aðeins kveikt á dælunum við hátíðleg tækifæri, í tuttugu mínútur í senn.

Vatnið er endurnýtt úrgangs- og regnvatn sem er safnað saman í gríðarstórum tönkum undir byggingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×