Tónlist

Baggalútur gefur út Sorrí með mig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baggalútar þegar sveitin lék fyrir fullu húsi á jólatónleikum sínum árið 2014.
Baggalútar þegar sveitin lék fyrir fullu húsi á jólatónleikum sínum árið 2014. vísir/ernir
Hljómsveitin vinsæla Baggalútur hefur loksins gefið út nýtt lag og greinar þeir félagar frá því á Facebook-síðu sinni.

Lagið ber nafnið Sorrí með mig og tala meðlimir sveitarinnar um að lagið sé einstaklega áheyrilegt. 

Lagið er eftir Braga Valdimar Skúlason. Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson flytja lagið ásamt fríðu föruneyti.

Baggalútur gaf út sína fyrstu plötu árið 2005 en það eru jólatónleikar þeirra í Háskólabíó sem sveitin er helst þekkt fyrir í dag. 

Hópurinn vakti fyrst athygli hér á landi þegar þeir stofnuðu vefsíðuna Baggalútur.is árið 2001.

Hér að neðan má hlusta nýja lagið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×