Fótbolti

Torres búinn að semja við botnlið í Japan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fernando Torres kvaddi Atletico í vor
Fernando Torres kvaddi Atletico í vor vísir/getty
Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres er búinn að semja við japanska úrvalsdeildarliðið Sagan Tosu eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélagið sitt, Atletico Madrid, eftir síðustu leiktíð.

Torres er 34 ára gamall og hefur auk þess að leika fyrir Atletico leikið fyrir Liverpool, Chelsea og AC Milan. Þá á hann 110 landsleiki fyrir Spán þar sem hann hjálpaði liðinu meðal annars að vinna EM 2008, HM 2010 og EM 2012.

Hann hefur verið í viðræðum við lið í Bandaríkjunum og Ástralíu að undanförnu en ákvað að lokum að fara til Japans þar sem hann gerir samning til ársins 2020. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum fær Torres 80 þúsund evrur á viku í laun hjá japanska liðinu.

Sagan Tosu er í næstneðsta sæti japönsku deildarinnar en þar leika 18 lið og hefur liðið aðeins unnið þrjá af fyrstu fimmtán leikjum sínum. 

Fyrrum liðsfélagi Torres hjá spænska landsliðinu, Andres Iniesta, gekk til liðs við Vissel Kobe í japönsku deildinni á dögunum.

 


Tengdar fréttir

Iniesta til Japan

Andres Iniesta er á leið til Japan og mun ganga í raðir Vissel Kobe en Iniesta lék sinn síðasta leik fyrir Barcelona á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×