Innlent

Nýtt aðgengismerki fyrir hreyfihamlaða tekið í notkun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Að mati Öryrkjabandalagsins hefur nýja merkið yfir sér annan brag en það sem notað hefur verið undanfarna áratugi. Nýja merkið sýni manneskju sem sé frjáls sinna ferða; í virkni og á hreyfingu.
Að mati Öryrkjabandalagsins hefur nýja merkið yfir sér annan brag en það sem notað hefur verið undanfarna áratugi. Nýja merkið sýni manneskju sem sé frjáls sinna ferða; í virkni og á hreyfingu. ÖBÍ: Aðalsteinn Sigurðsson
Reykjavíkurborg hefur nú tekið upp nýjar merkingar fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk. Þrjú stæði sem staðsett eru fyrir framan Breiðholtslaug eru auðkennd með nýja aðgengismerkinu. Nýja merkið er frábrugðið því gamla að því leyti að á myndinni er einstaklingur í hjólastól sem er á ferð. Hann er því ekki aðgerðalaus eins og á gömlu myndinni.

Þetta kemur fram á vef á vef Öryrkjabandalags Íslands en það er tekið fram að laga þurfi kantana við stæðin vegna þess að þeir hindri aðgengi.

Klefarnir í Breiðholtslaug voru nýlega endurnýjaðir og aðgengi að þeim bætt. Búið er að koma fyrir sérstakri lyftu við sundlaugarbakkann.

Nýja bílastæðamerkið var kynnt á málþingi Öryrkjabandalags íslands sem haldið var á vormánuðum. Á þinginu hét Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, að borgin myndi innleiða nýja merkið.

Að mati Öryrkjabandalagsins hefur nýja merkið yfir sér annan brag en það sem notað hefur verið undanfarna áratugi. Nýja merkið sýni manneskju sem sé frjáls sinna ferða; í virkni og á hreyfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×