Lífið

Áreitt og niðurlægð eftir háloftaástarsöguna

Sylvía Hall skrifar
Rosey Blair fylgdist grannt með. Hún hefur sagst sjá eftir athæfinu, en stúlkan sem um ræðir hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir málið hafa tekið á sig.
Rosey Blair fylgdist grannt með. Hún hefur sagst sjá eftir athæfinu, en stúlkan sem um ræðir hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir málið hafa tekið á sig.
Unga konan sem var aðalpersónan í ástarsögu sem vakti mikla athygli í síðustu viku hefur stigið fram og tjáð sig um málið. Ástarsagan sem um ræðir átti sér stað eftir sætaskipti í flugvél, en fólkið sem óskaði eftir sætaskiptunum fylgdist grannt með samskiptum konunnar við nýjan sessunaut sinn og leyfði fylgjendum sínum á Twitter fylgjast með framgangi mála.  

Sjá einnig: Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni

Konan hefur hingað til óskað eftir nafnleynd og ekki tjáð sig opinberlega um málið, en samfélagsmiðlanotendur voru ekki lengi að hafa upp á henni. Rosey Blair, sú sem lýsti sögunni í beinni, hafði einnig óbeint hvatt fylgjendur sína til þess að komast að því hver ónefnda konan væri væri, en hún sagðist vera viss um að forvitnir netherjar yrðu ekki lengi að komast að því.

Biður fólk um að virða einkalíf hennar

Nú hefur konan stigið í fyrsta sinn fram og sagt frá sinni hlið mála. Hún segir myndatöku Blair og kærasta hennar hafa verið án hennar samþykkis og hafði orðið til þess að aðrir farþegar fóru að taka upp hljóðbrot, myndbönd og myndir af henni í samræðum við sætisfélaga sinn.

Í kjölfarið hafi persónulegar upplýsingar um hana farið á flakk um netheima og hún hafi upplifað mikið áreiti á samfélagsmiðlum sínum. Einkalíf hennar hafi verið rætt opinberlega gegn hennar vilja og hún hafi aldrei óskað eftir þessari athygli.



„Þetta er ekki ástarsaga, þetta er dæmisaga um einkalíf, friðhelgi, siðferði og samþykki á tímum samfélagsmiðla. Vinsamlegast virðið mitt einkalíf og vilja minn til að vera áfram nafnlaus.“, segir konan í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×