Enski boltinn

Lestarteinar á nýrri keppnistreyju Manchester United

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimsmeistarinn í nýju treyjunni
Heimsmeistarinn í nýju treyjunni Twitter
Manchester United hefur staðfest nýjan aðalbúning fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni en fréttirnar voru tilkynntar með myndbandi sem sjá má neðst í fréttinni.

Aðaltreyja Man Utd er venju samkvæmt rauð að lit en í þetta skiptið með svörtum röndum. Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas framleiðir keppnisbúning Man Utd líkt og undanfarin þrjú ár.

Nokkrar af skærustu stjörnum Man Utd sátu fyrir í nýja búningnum og má sjá myndir af þeim með því að smella hér.

Framan á treyjunni er grafík af lestarteinum sem vísar til upphafslegs nafn félagsins, Newton Heath (Lancashire and Yorkshire Railway) Cricket and Football Club. Þetta er gert vegna 140 ára afmælis félagsins en það vill halda tengingu við upphafið.

Manchester United er í grunninn verkamannafélag sem var stofnað fyrir starfsmenn við lestarteinana í Lancashire og Jórvíkurskíri og fá þeir sína viðurkenningu framan á treyjunum á næstu leiktíð.

Man Utd hefur keppni í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 10. ágúst næstkomandi en liðið er nú statt í Bandaríkjunum í æfingaferð. Liðið mun leika fimm æfingaleiki á meðan dvöl þeirra vestanhafs stendur.

Fyrsti æfingaleikur Man Utd í Bandaríkjunum er á föstudag gegn mexíkósta stórliðinu Club America.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×