Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði miðlunartillögu ríkissáttasemjara í dag sem segir að deilan sé þar með komin í algeran hnút.

Við heyrum einnig í Píu Kjærsgaard forseta danska þingsins sem segist ekki móðguð vegna framkomu Pírata og þingmanna Samfylkingarinnar á hátíðarfundinum á Þingvöllum í gær, en skorar á Samfylkinguna að kynna sér stefnu systurflokka í Evrópu í innflytjenda- og flóttamannamálum.

Þá fylgjum við talsmanni bænda í Noregi sem leitar logandi ljósi að heyi en útlit er fyrir að skera þurfi niður kúastofninn í Noregi vegna skorts á heyi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×