Fótbolti

Sögunni breytt með VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maradona skorar markið fræga.
Maradona skorar markið fræga. vísir/getty
VAR, myndbandsaðstoðardómarar, hafa verið mikið í umræðunni yfir HM en þetta er fyrsta stórmótið sem VAR er notað á. Það hafa verið bæði góðir og slæmir dómarar á mótinu og hefur þetta verið mikla athygli.

Fjölmiðillinn New Yorker fór yfir hvernig þetta allt virkar og hverjir gera hvað á sínum tíma. Þeir beindu svo spjótum sínum að því hvernig sagan hefði breyst hefði VAR verið á öllum stórmótum frá upphafi.

Anakwa Dwamena, staðreyndasnillingur, og Murat Oztaskin, ritstjóri, voru í settinu og fóru yfir þetta en fyrsta atriðið sem þeir tóku var leikur Spánverja og Brasilíu á HM 1986 í Mexíkó. Þar hefði marklínutæknini komið að góðum notum.

Næsti leikur var svo leikur Frakklands og Vestur-Þýskalands 1982 þar sem Frakkland hafði átt að fá klára aukaspyrnu og mögulega rautt spjald þar sem einn leikmaðurinn missti tvær tennur. Dómarinn dæmdi ekkert.

Þriðja atvikið var svo að sjálfsögðu hönd guðs er Maradona skoraði gegn Englandi á HM 1986 í Mexíkó. Þar sést að Maradona kíkir aðeins til baka á dómarann og hvort að hann hafi séð eitthvað. Svo var ekki og mark var dæmt.

Fleiri skemmtileg atriði og meira til má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×