Lífið

Settu óvart heila kvikmynd á netið í staðinn fyrir stiklu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Stiklan skilaði sér á endanum en þá voru margir búnir að sjá myndina.
Stiklan skilaði sér á endanum en þá voru margir búnir að sjá myndina. Sony Pictures
Kvikmyndaverið Sony Pictures hlóð óvart upp heilli kvikmynd í góðri upplausn á myndbandavefinn Youtube í nótt.

Um var að ræða hasarmyndina Khali the Killer með Richard Cabral í aðalhlutverki. Einhver seinheppinn starfsmaður Sony virðist hafa fengið það hlutverk að setja nýja stiklu fyrir myndina inn á Youtube.

Ekki vildi betur til en svo að í staðinn fyrir að setja inn tæplega tveggja mínútna stiklu fóru allar 90 mínútur myndarinnar á vefinn.

Það ótrúlega er að það tók starfsmenn Sony meira en átta klukkustundir að átta sig á mistökunum. Á þeim tíma voru þúsundir búnir að sækja myndina í heild sinni.

Myndin hefur hins vegar ekki fengið mikinn meðbyr til þessa og því ekki víst að svo mikill skaði sé skeður. Sumir spá því að athyglin sem þessi mistök vekja muni jafnvel skila sér í auknu áhorfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×