Fótbolti

Mild: Englendingar eru „ofdekruð börn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Englendingar fagna því að komast í 8-liða úrslitin
Englendingar fagna því að komast í 8-liða úrslitin vísir/getty
Hakan Mild, fyrrum landsliðsmaður Svía í fótbolta, segir leikmenn Englands vera ofdekruð börn. England og Svíþjóð mætast í 8-liða úrslitum HM á morgun.

Mild sagði enska liðið vera takmarkað og hann hræddist þá ekki.

„Við gætum ekki fengið betri andstæðing. Þeir halda að þeir séu svo góðir, en þeir eru það ekki. Þeir eru ofdekruð börn sem fá mjög vel borgað. Þeir hafa ekki örvæntinguna sem þarf,“ sagði Mild við Svergies Radio.

„Þú verður ekki hræddur við að sjá þetta lið. Þeir henta Svíum vel, ef við komumst í gegnum fyrstu 20 mínúturnar þá förum við áfram. Þeir eru takmarkaðir.“

Leikur Englands og Svíþjóðar hefst klukkan 14:00 á morgun, laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×