Fótbolti

Fleiri fyrrum leikmenn Sunderland á HM en frá Real eða Bayern

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jordan Henderson er uppalinn í Sunderland
Jordan Henderson er uppalinn í Sunderland Vísir/Getty
Sunderland hefur verið í nær frjálsu falli undanfarin ár og mun spila í ensku C-deildinni á næsta tímabili. Liðið getur þó glatt sig við það að eiga fleiri fyrrum leikmenn á HM en mörg stórlið í Evrópu.

Vefsíðan BetVictor tók saman gögn um það hjá hvaða félögum þeir leikmenn sem spiluðu á HM hafa spilað í gegnum sinn feril. Það eru níu leikmenn sem enn eru eftir á HM í Rússlandi sem hafa spilað fyrir Sunderland. Þeir eru þar með fleiri en leikmenn Real Madrid, Bayern München, Barcelona og Juventus.

Fjórir fyrrum leikmenn Sunderland eru í enska liðinu. Markvörðurinn Jordan Pickford, fyrirliði Liverpool Jordan Henderson en Danny Rose og Danny Welbeck vörðu báðir nokkrum mánuðum á láni hjá Sunderland.

Svíarnir Sebastian Larson og Ola Toivonen, Belgarnir Simon Mignolet og Adnan Januzaj og Úrúgvæinn Sebastian Coates hafa allir spilað fyrir Sunderland á einhverjum tímapunkti á ferlinum.

Englandsmeistarar Manchester City eiga flesta fulltrúa í 8-liða úrslitunum, 15 talsins. Tottenham og Dinamo Zagreb eiga bæði 14 fulltrúa eftir á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×