Fótbolti

Tottenham á toppnum á HM í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane fagnar hér einu af sex mörkum sínum á HM 2018.
Harry Kane fagnar hér einu af sex mörkum sínum á HM 2018. Vísir/Getty
Þetta er búið að vera gott heimsmeistaramót fyrir leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham og reyndar svo gott að félagið er á toppi markalista evrópsku félaganna fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í dag.

Margir leikmenn Tottenham eru líka ennþá með sínum liðum í átta liða úrslitum HM í Rússlandi og sumir þeirra hafa verið duglegir að skora.

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, er markahæsti leikmaður keppninnar með sex mörk og þá hafa Son Heung-min (Suður-Kóreu), Jan Vertonghen (Belgíu) og Christian Eriksen (Danmörku) einnig verið á skotskónum.

Það eru aðeins stórliðin Paris Saint Germain og Barcelona sem geta montað sig af jafnmiklu markaskori sinna manna og leikmenn frá Tottenham.

Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappé er markahæstur PSG-manna með þrjú mörk en fær tækifæri til að bæta við mörkum í dag alveg eins og Kane á morgun. Tottenham á líka fleiri leikmenn í enska landsliðinu.

Barcelona-maðurinn Luis Suárez hefur skorað tvö mörk fyrir Úrúgvæ en markahæstur Barca-manna er Yerry Mina frá Kólumbíu með þrjú mörk.

Leikmenn þessara þriggja liða, Tottenham, PSG og Barcelona, hafa skorað tíu mörk það sem af er keppninni eða einu meira en liðsmenn Real Madrid.

Leikmenn úr ensku deildinni hafa líka fimm marka forskot á spænsku deildina í „markakeppni“ deildanna í Evrópu.

Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála á umræddum markalistum.







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×