Fótbolti

PSG tilkynnti Buffon

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Buffon í búningi PSG
Buffon í búningi PSG mynd/psg
Frönsku meistararnir í PSG eru búnir að staðfesta komu ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon til félagsins. Félagsskiptin höfðu verið yfirvofandi í nokkra daga.

Buffon er einn besti markvörður allra tíma. Hann er fertugur að aldri en er enn á meðal bestu leikmanna heims, staðreynd sem PSG sannar með því að fá Ítalann til sín.

Buffon kemur frá Juventus, þar sem hann hefur verið síðan árið 2001.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×