Formúla 1

Vettel sigraði í Silverstone

Einar Sigurvinsson skrifar
Vettel fagnar sigrinum í dag.
Vettel fagnar sigrinum í dag. getty

Sebastian Vettel á Ferrari vann sigur á breska Sil­verst­one-kappakstrinum í Formúlu 1 í dag, en þetta var í fyrsta skipti sigur Vettel í Silverstone á ferlinum. Með sigrinum fer Vettel í átta stiga forskot á Lewis Hamilton í keppni ökuþóra, en Hamilton endaði í 2. sæti í dag.

Hamilton sem ekur fyrir Mercedes, var á ráspól í dag eftir að hafa sett brautamet í tímatökunni í gær, byrjaði aksturinn með versta móti þegar hann endaði aftastur í röðinni eftir árekstur við Ferrari ökuþórinn Kimi Raikkonen.

Í kjölfarið ók Hamilton mjög vel og endaði í 2. sæti, rétt rúmlega tveimur sekúndum frá Vettel.

Raikkonen sem fékk tíu sekúndna refsingu fyrir áreksturinn endaði í 3. sæti, en hann er einnig í þriðja sæti í keppni ökuþóra. Valtteri Bottas varð í 4. sæti.

Eftir kappaksturinn í dag er Ferrari með 20 stiga forystu í keppni bílasmiða. Mercedes er í 2. sæti og Red Bull í 3. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.