Fótbolti

Kallar eftir því að enska þjóðin gleymi sér í gleðinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Southgate er allavega glaður.
Gareth Southgate er allavega glaður. vísir/getty
Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta og einn helsti sparkspekingur ensku þjóðarinnar, vill að Englendingar gleymi sér í gleðinni og missi sig hreinlega yfir árangri enska liðsins á HM 2018.

Enska landsliðið er komið í undanúrslit á HM í Rússlandi en enskir hafa ekki komist svona langt síðan á HM 1990 á Ítalíu þegar að liðið tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Vestur-Þýskalandi.

„Missum okkur algjörlega. Ég veit að leikmennirnir og þjálfararnir eiga ekki eftir að gera það en af hverju ættum við ekki að verða spennt? Af hverju ættum við ekki að vera full sjálfstrausts,“ segir Neville í viðtali við Sky Sports.

„Ég sagði það sama fyrir leikinn á móti Kólumbíu. Það snerist ekkert um að ég var að missa mig heldur vissi ég bara að enska liðið gat unnið Kólumbíu. Við gátum líka unnið Svíþjóð en það kemur svo í ljós hvort að við getum unnið Króatíu.“

„Ef þú spyrð mig getum við unnið Króatíu í svona úrslitaleik. Það væri erfiðara að spila tvo leiki með svona stuttu millibili en við eigum að vera þakklát fyrir andann í liðinu og frammistöðu strákanna. Við verðum að hafa trú því við eigum fínan séns á móti Króatíu,“ segir Gary Neville.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×