Fótbolti

Deschamps: Henry er óvinur Frakklands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Deschamps og Henry voru saman í franska landsliðinu. Þeir verða andstæðingar á morgun
Deschamps og Henry voru saman í franska landsliðinu. Þeir verða andstæðingar á morgun víris/getty
Frakkar mæta Belgum í undanúrslitum HM í Rússlandi annað kvöld. Landsliðsþjálfari Frakka segir fyrrum liðsfélaga hans í franska landsliðinu, Thierry Henry, vera „óvin“ Frakklands.

Henry er aðstoðarþjálfari Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Belgíu. Sem leikmaður var hann ein af hetjum landsliðsins sem vann eina heimsmeistaratitil Frakka á heimavelli árið 1998.

„Þegar þú ferð erlendis og spilar gegn félagi frá heimalandinu þá ert þú óvinurinn,“ sagði Deschamps. „Núna, í landsliðinu, þá er þetta mun stærra.“

„Hann er að mæta þjóð sinni. Þegar hann gerðist aðstoðarþjálfari Martinez þá vissi hann að þetta gæti gerst. Þetta er furðuleg staða og ekki auðveld fyrir hann.“

Frakkland og Belgía mætast á morgun, þriðjudag, klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×