Innlent

Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld.
Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Slökkviliðið er enn að störfum þrátt fyrir að búið sé að ráða niðurlögum eldsins.

Að sögn Gríms Kárasonar, slökkviliðsstjóra slökkviliðs Norðurþings, kom eldurinn upp milli hæða í ofnhúsi. Vel gekk að slökkva eldinn að því er fram kemur í frétt RÚV. Engan sakaði.

Nú er verið að leita að glæðum og unnið er að reykræstingu í kísilverinu. Grímur telur að búið verði að reykræsta á næsta klukkutímanum.

Slökkviliðið verður við störf í alla nótt og vaktar kísilverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×