Fótbolti

Mamma Messi segir hann gráta og þjást af löngun í að vinna HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi svolítið leiður eftir jafntefli við Ísland
Messi svolítið leiður eftir jafntefli við Ísland vísir/getty
Lionel Messi er af mörgum talinn besti fótboltamaður heims og jafnvel sögunnar. Hann á þó eftir að ná í eftirsóttasta titil allra, heimsmeistaratitilinn sjálfan. Móðir Messi sagði hann oft bresta í grát af löngun í gullstyttuna.

Argentína komst í úrslitaleikinn á HM 2014 en tapaði þar fyrir Þjóðverjum. Argentínumenn byrjuðu HM 2018 ekki eins og þeir hefðu á kosið, 1-1 jafntefli við Ísland þar sem Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Messi.

„Hans markmið er að koma með bikarinn heim, að vinna heimsmeistaramótið. Það er eitt af því sem hann vill hvað mest. Við sjáum hann þjást og stundum gráta,“ sagði móðir Messi, Celia Cuccittini, í argentínskum sjónvarpsþætti.

„Hann myndi gefa hvað sem er til þess að vinna HM.“

Messi hefur þurft að sitja undir mikilli gagnrýni í heimalandinu vegna ófullnægjandi árangurs Argentínu á stórmótum.

„Við þjáumst vegna allrar gagnrýninnar á Leo.“


Tengdar fréttir

Messi bað um treyjuna hans Birkis

Frægt augnablik frá EM í Frakklandi fyrir tveimur árum er þegar Cristiano Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson eftir jafntefli Íslands og Portúgal. Aron Einar bað ekki um treyju Lionel Messi eftir leik Íslands og Argentínu í gær heldur bað Messi um treyju eins strákanna okkar.

Messi: Mér líður ömurlega

Lionel Messi, leikmaður Argentínu, segiru að honum líði að sjálfsögðu illa með það að hafa klúðrað víti gegn Íslendingum í gær.

Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu?

Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×