Lífið

Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu

Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar
Heimir Hallgrímsson léttur á blaðamannafundinum í dag og landsliðsfyririðinn sömuleiðis.
Heimir Hallgrímsson léttur á blaðamannafundinum í dag og landsliðsfyririðinn sömuleiðis. Vísir/Vilhelm
Strákarnir okkar fá loksins að hitta fjölskyldur sínar í dag í Volgograd þegar þær kíkja í heimsókn til þeirra á hótelið hér í borg. Það er misjafnt hvernig þjálfarar halda utan um hópinn er varðar aðkomu fjölskyldu. Hjá Brössum er aðgengi fjölskyldu mikið en sums staðar fá leikmenn ekkert að hitta sína nánustu.

Sum lið setja leikmenn í kynlífsbann á meðan á HM stendur, tekið mjög alvarlega, á meðan aðrir þjálfarar stressa sig lítið.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á blaðamannafundi í Volgograd í dag hvort leikmenn liðsins væru í kynlífsbanni. 

„Allavega eins og er,“ sagði Aron og uppskar hlátur í sal. Heimir og Aron Einar brostu út að eyrum, greinilega eitthvað sem þeir höfðu ekki átt von á að vera spurðir að á blaðamannafundinum.

„Allavega á meðan konurnar eru ekki komnar,“ bætti Heimir við. 

Greinilegt var á Aroni, sem brosti vel að umræðuefninu, að kynlíf hafði ekki verið ofarlega í huga hans hér í Rússlandi.

„En nei, þeir eru ekki í kynlífsbanni,“ sagði Heimir.

Leikmenn fá tvær klukkustundir í dag með sínum nánustu en svo verður fullur fókus á leikinn á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×