Innlent

Hæstiréttur snéri við dómi í meiðyrðamáli

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.
Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins. Vísir/stefán
Hæstiréttur snéri í dag við dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli meðlima í stjórn Blindrafélagsins, gegn Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélagsins. Í dómi héraðsdóms var fallist á kröfu Bergvins, um að ómerkt yrðu ummæli í ályktun sem samþykkt var með atkvæðum á stjórnarfundi félagsins um að Bergvin hefði vélað ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask tengt Bergvini. Héraðsdómur komst að þessari niðurstöðu í júlí í fyrra.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki væri unnt að draga þá ályktun að í ummælunum hefði falist aðdróttun um refsiverða háttsemi Bergvins en það breytti því þó ekki að í þeim hefðu verið alvarlegar ásakanir sem gætu talist ærumeiðandi.

Í dómnum segir einnig að stjórnarmeðlimir, þau Baldur Snær Sigurðsson, Guðmundur Rafn Bjarnason, Halldór Sævar Guðbergsson, Lilja Sveinsdóttir Rósa María Hjörvar og Rósa Ragnarsdóttir, hafi tekið sterkt til orða með ummælunum en þau væru ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt 73.grein stjórnarskrárinnar. Málskostnaður var látin niður falla bæði í héraðsdómi sem og Hæstarétti.



Dómur Hæstaréttar í heild sinni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×