Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Emils og Kára í Kabardinka

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson og varnarmaðurinn Kári Árnason svara spurningum blaðamanna á fundinum í dag.
Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson og varnarmaðurinn Kári Árnason svara spurningum blaðamanna á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Það er ferðadagur hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem heldur síðdegis til Rostov þar sem liðið mætir Króatíu í síðasta leik sínum í riðlakeppni HM á þriðjudaginn.

Liðið æfir í síðasta skipti í bili að minnsta kosti hér í Kabardinka en fyrir æfingu fer fram blaðamannafundur á æfingasvæðinu þar sem Emil Hallfreðsson og Kári Árnason sitja fyrir svörum.

Bein útsending hefst klukkan 7.30 að íslenskum tíma og má sjá hér að neðan ásamt beinni textalýsingu blaðamanns frá fundinum.

Uppfært klukkan 07:56

Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×